Hvernig á að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum - Í alvörunni!
20.2.2009 | 19:04
Nýja "Gjaldþrota-frumvarpið":
Að stytta fyrningatíma krafna á gjaldþrota einstakling er sannarlega eitt hænuskref í rétta átt. Það ættu samt flestir að vita að þetta breytir litlu ef að kröfuhafar vilja halda kröfunum sínum áfram eins og er í dag. Það er nefnilega þekkt staðreynd að í dag eru lögin svo smíðuð að gjaldþrot er ævilangur fangelsisdómur ef að kröfuhafar þínir kjósa svo. Ef að krafan er endurnýjuð innan þess tíma sem fyrirningartíminn er að þá byrjar fyrningartíminn aftur frá byrjun og því auðvelt að halda mönnum í fangelsi fram yfir móðuna miklu.
Svo ég myndi vilja sjá lagabreytingu sem stuðlaði að því að ekki væri hægt að halda kröfum endalaust gangandi og halda þannig mönnum í ævilöngu skuldafangelsi og svo í framhaldi mætti gera þessi 2 ár að 5 árum svo kröfuhöfum sé bara ekki rétt kviknakin langatöngin.
Þriðja skrefið væri síðan að flokkaskipta þeim einstaklingum sem gjaldþrota verða eftir því hversu mikið þeir reyna að gera upp sínar skuldir. Sem dæmi má nefna að 10-15 ár myndu vel henta fólki sem neglir öllu á makann, leggst á kerfið og tekur aumingjann á þetta en 2-4 ár væru eðlilegur tími fyrir fólk sem reynir að hamast á skuldahalanum. Þetta ætti jafnt við þá sem gerðu með eljusemi í vinnu eða framtaksemi í reksti og þannig atvinnusköpun. Ekki má nefnilega drepa hestana sem draga vagninn þó svo þeir borði yfir sig..
Rekstarvandi fyrirtækja og forgangsröðun ríkisins:
Ég myndi síðan vilja sjá lögum um virðisaukaskatt breytt. Nú í dag er þetta þannig að ríkið tekur til sín virðisaukaskattinn sama hvort hann hefur verið greiddur fyrirtækjum eður ei. Þetta orsakar síðan að greiðsluforgangsröð fyrirtækja snýst öll í kringum vaskinn og leiga, laun og önnur útgjöld taka höggið og fara í vanskil svo að fyrirtækin geti nú borgað virðisaukaskatinn sem þau sjálf hafa ekki fengið greiddan.
Lögunum þarf að beyta þannig að fyrirtæki hefðu úr tvennu að velja þegar kemur að uppgjöri virðisaukaskattsins:
Valmöguleiki 1.
Það fyrirkomulag sem nú er tilstaðar með umtalsvert meiri slaka í kostnaði ef að ekki tekst að gera skattinn upp á eindaga.
Valmöguleiki 2. (Myndi stórbæta rekstrarumhverfi fyrirtækja)
Virðisaukaskatturinn yrði einungis greiddur af þeim kröfum sem greiddust á tímabilinu og fyrirtækin hefðu 5 vinnudaga til þess að skila skattstjóra skýrslu eða staðfestingu á einhverju formi um hvað greiddist og hvað ekki. Fer ekki útí nánari útlistun hérna á því hvernig þetta skildi framkvæmt með sem skilvirkustum hætti.
(Það sama á við um skuldir og hvernig þær greiðast)
Í dag getur fyrirtæki nefnilega haft tekjur uppá 1.000.000 á mánaðartímabili og útgjöld uppá 800.000 (500.000 vsk-skylt) og því með afgang uppá 200.000. Virðisaukinn sem greiða þyrfti væri hérna (245.000-122.500 ) 122.500. Þetta gæti litið út fyrir að vera gott og blessað en nú þegar illa greiðist þurfa ekki að vera nema 10% af tekjunum ógreiddar til að fyrirtækið geti ekki staðið undir virðisaukaskattinum af tekjunum sem eru ekki til handa.
Kippa þessu í liðinn og þá sýnið þið einstaklingum og fyrirtækjum fyrst þá hjálparhönd sem hjálpað gæti.
Að stytta fyrningatíma krafna á gjaldþrota einstakling er sannarlega eitt hænuskref í rétta átt. Það ættu samt flestir að vita að þetta breytir litlu ef að kröfuhafar vilja halda kröfunum sínum áfram eins og er í dag. Það er nefnilega þekkt staðreynd að í dag eru lögin svo smíðuð að gjaldþrot er ævilangur fangelsisdómur ef að kröfuhafar þínir kjósa svo. Ef að krafan er endurnýjuð innan þess tíma sem fyrirningartíminn er að þá byrjar fyrningartíminn aftur frá byrjun og því auðvelt að halda mönnum í fangelsi fram yfir móðuna miklu.
Svo ég myndi vilja sjá lagabreytingu sem stuðlaði að því að ekki væri hægt að halda kröfum endalaust gangandi og halda þannig mönnum í ævilöngu skuldafangelsi og svo í framhaldi mætti gera þessi 2 ár að 5 árum svo kröfuhöfum sé bara ekki rétt kviknakin langatöngin.
Þriðja skrefið væri síðan að flokkaskipta þeim einstaklingum sem gjaldþrota verða eftir því hversu mikið þeir reyna að gera upp sínar skuldir. Sem dæmi má nefna að 10-15 ár myndu vel henta fólki sem neglir öllu á makann, leggst á kerfið og tekur aumingjann á þetta en 2-4 ár væru eðlilegur tími fyrir fólk sem reynir að hamast á skuldahalanum. Þetta ætti jafnt við þá sem gerðu með eljusemi í vinnu eða framtaksemi í reksti og þannig atvinnusköpun. Ekki má nefnilega drepa hestana sem draga vagninn þó svo þeir borði yfir sig..
Rekstarvandi fyrirtækja og forgangsröðun ríkisins:
Ég myndi síðan vilja sjá lögum um virðisaukaskatt breytt. Nú í dag er þetta þannig að ríkið tekur til sín virðisaukaskattinn sama hvort hann hefur verið greiddur fyrirtækjum eður ei. Þetta orsakar síðan að greiðsluforgangsröð fyrirtækja snýst öll í kringum vaskinn og leiga, laun og önnur útgjöld taka höggið og fara í vanskil svo að fyrirtækin geti nú borgað virðisaukaskatinn sem þau sjálf hafa ekki fengið greiddan.
Lögunum þarf að beyta þannig að fyrirtæki hefðu úr tvennu að velja þegar kemur að uppgjöri virðisaukaskattsins:
Valmöguleiki 1.
Það fyrirkomulag sem nú er tilstaðar með umtalsvert meiri slaka í kostnaði ef að ekki tekst að gera skattinn upp á eindaga.
Valmöguleiki 2. (Myndi stórbæta rekstrarumhverfi fyrirtækja)
Virðisaukaskatturinn yrði einungis greiddur af þeim kröfum sem greiddust á tímabilinu og fyrirtækin hefðu 5 vinnudaga til þess að skila skattstjóra skýrslu eða staðfestingu á einhverju formi um hvað greiddist og hvað ekki. Fer ekki útí nánari útlistun hérna á því hvernig þetta skildi framkvæmt með sem skilvirkustum hætti.
(Það sama á við um skuldir og hvernig þær greiðast)
Í dag getur fyrirtæki nefnilega haft tekjur uppá 1.000.000 á mánaðartímabili og útgjöld uppá 800.000 (500.000 vsk-skylt) og því með afgang uppá 200.000. Virðisaukinn sem greiða þyrfti væri hérna (245.000-122.500 ) 122.500. Þetta gæti litið út fyrir að vera gott og blessað en nú þegar illa greiðist þurfa ekki að vera nema 10% af tekjunum ógreiddar til að fyrirtækið geti ekki staðið undir virðisaukaskattinum af tekjunum sem eru ekki til handa.
Kippa þessu í liðinn og þá sýnið þið einstaklingum og fyrirtækjum fyrst þá hjálparhönd sem hjálpað gæti.
Stefnt að lokaumræðu á mánudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.