Hvar er skynsemin?

Það vita það allir að það er kreppa - sama hvaða skilning maður leggur í það orð.
Fyrir mér er kreppa að mjög stórum hluta, gífurlega neikvætt samfélags-hugarfar. Bensínið sem kreppan er að keyra á í dag er hægt að rekja að stórum hluta til þeirrar vanhugsuðu og neikvæðu fjölmiðlaumfjöllunar um stöðuna sem heltekur nú sjónarsvið allra. Það vita allir að í lífinu koma skyn og það koma skúrir og núna er ansi dugleg skúr. Það mun samt stytta upp og það mun gerast fyrr en margan grunar.

Einnig virðist gleymast í umræðunni að það er ekki skúr hjá öllum Íslendingum. Margir standa brattir og hafa tök til þess að halda sínu lífi áfram. Það gengur mörgum vel. Það er eitthvað sem er alveg kristaltært og er með algjörum ólíkindum hvað umræðan um það er undir einhverjum ógnarþungum feld fjölmiðlana - eins mikið og við þurfum á svoleiðis fréttum núna.

Ég vil biðla til allra sem ég þekki og allra sem ég þekki ekki að reyna að halda haus. Við erum ennþá jafn mörg hérna í heiminum og við getum alveg gert sömu hluti í dag og við gerðum í gær eða fyrir 3 árum svo það er ekki neinn heimsendir í nánd. Einhverjir peningar munu tapast og einhverjir munu ekki búa við alveg sömu rosalega háu lífsgæði og hafa verið hér en hér mun fólk samt sem áður hafa það gott. Maður setur bara þann skiling í það og breytir sínum viðmiðum.

Það er líka mín einlæga trú að innan fárra ára mun Ísland og efnahagskerfið okkar, vera komið aftur í myljandi gang og bjartsýnin mun koma með mjólkinni eins og á þessu uppgangsskeið sem er að ljúka.

Stöndum saman og verum skynsöm í umræðunni.
mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband