Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Hvernig á að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum - Í alvörunni!

Nýja "Gjaldþrota-frumvarpið":

Að stytta fyrningatíma krafna á gjaldþrota einstakling er sannarlega eitt hænuskref í rétta átt. Það ættu samt flestir að vita að þetta breytir litlu ef að kröfuhafar vilja halda kröfunum sínum áfram eins og er í dag. Það er nefnilega þekkt staðreynd að í dag eru lögin svo smíðuð að gjaldþrot er ævilangur fangelsisdómur ef að kröfuhafar þínir kjósa svo. Ef að krafan er endurnýjuð innan þess tíma sem fyrirningartíminn er að þá byrjar fyrningartíminn aftur frá byrjun og því auðvelt að halda mönnum í fangelsi fram yfir móðuna miklu.

Svo ég myndi vilja sjá lagabreytingu sem stuðlaði að því að ekki væri hægt að halda kröfum endalaust gangandi og halda þannig mönnum í ævilöngu skuldafangelsi og svo í framhaldi mætti gera þessi 2 ár að 5 árum svo kröfuhöfum sé bara ekki rétt kviknakin langatöngin.

Þriðja skrefið væri síðan að flokkaskipta þeim einstaklingum sem gjaldþrota verða eftir því hversu mikið þeir reyna að gera upp sínar skuldir. Sem dæmi má nefna að 10-15 ár myndu vel henta fólki sem neglir öllu á makann, leggst á kerfið og tekur aumingjann á þetta en 2-4 ár væru eðlilegur tími fyrir fólk sem reynir að hamast á skuldahalanum. Þetta ætti jafnt við þá sem gerðu með eljusemi í vinnu eða framtaksemi í reksti og þannig atvinnusköpun. Ekki má nefnilega drepa hestana sem draga vagninn þó svo þeir borði yfir sig..

Rekstarvandi fyrirtækja og forgangsröðun ríkisins:

Ég myndi síðan vilja sjá lögum um virðisaukaskatt breytt. Nú í dag er þetta þannig að ríkið tekur til sín virðisaukaskattinn sama hvort hann hefur verið greiddur fyrirtækjum eður ei. Þetta orsakar síðan að greiðsluforgangsröð fyrirtækja snýst öll í kringum vaskinn og leiga, laun og önnur útgjöld taka höggið og fara í vanskil svo að fyrirtækin geti nú borgað virðisaukaskatinn sem þau sjálf hafa ekki fengið greiddan.

Lögunum þarf að beyta þannig að fyrirtæki hefðu úr tvennu að velja þegar kemur að uppgjöri virðisaukaskattsins:

Valmöguleiki 1.

Það fyrirkomulag sem nú er tilstaðar með umtalsvert meiri slaka í kostnaði ef að ekki tekst að gera skattinn upp á eindaga.

Valmöguleiki 2. (Myndi stórbæta rekstrarumhverfi fyrirtækja)

Virðisaukaskatturinn yrði einungis greiddur af þeim kröfum sem greiddust á tímabilinu og fyrirtækin hefðu 5 vinnudaga til þess að skila skattstjóra skýrslu eða staðfestingu á einhverju formi um hvað greiddist og hvað ekki. Fer ekki útí nánari útlistun hérna á því hvernig þetta skildi framkvæmt með sem skilvirkustum hætti.

(Það sama á við um skuldir og hvernig þær greiðast)

Í dag getur fyrirtæki nefnilega haft tekjur uppá 1.000.000 á mánaðartímabili og útgjöld uppá 800.000 (500.000 vsk-skylt) og því með afgang uppá 200.000. Virðisaukinn sem greiða þyrfti væri hérna (245.000-122.500 ) 122.500. Þetta gæti litið út fyrir að vera gott og blessað en nú þegar illa greiðist þurfa ekki að vera nema  10% af tekjunum ógreiddar til að fyrirtækið geti ekki staðið undir virðisaukaskattinum af tekjunum sem eru ekki til handa.

Kippa þessu í liðinn og þá sýnið þið einstaklingum og fyrirtækjum fyrst þá hjálparhönd sem hjálpað gæti.
mbl.is Stefnt að lokaumræðu á mánudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá verslið þið ódýrt!

Ég vil benda öllum á alveg þrælmagnaða lagersölu hjá Adidas núna næstu daga.

 
Ef maður á einhvern tíma að nýta sér lagersölur að þá er það núna.

Info:

Lagersala adidas
 
Komið og gerið góð kaup
Nýtt kortatímabil
 
Opnunartími:
Fimmtudagurinn 16. október frá kl. 17-19
Föstudagurinn 17. október frá kl. 17-19
Laugardagurinn 18. október frá kl. 10-16
 
Við erum í Faxafeni 7
( gengið niður fyrir húsið )

 

75% verðbólga er alveg ótrúlega svartsýn spá. Við hljótum að hlaupa í skjól evrunnar ef ekki tekst að styrkja krónuna mjög fljótt og ég tala nú ekki um að koma viðskiptum á með hana.


mbl.is Spáir 75% verðbólgu á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er skynsemin?

Það vita það allir að það er kreppa - sama hvaða skilning maður leggur í það orð.
Fyrir mér er kreppa að mjög stórum hluta, gífurlega neikvætt samfélags-hugarfar. Bensínið sem kreppan er að keyra á í dag er hægt að rekja að stórum hluta til þeirrar vanhugsuðu og neikvæðu fjölmiðlaumfjöllunar um stöðuna sem heltekur nú sjónarsvið allra. Það vita allir að í lífinu koma skyn og það koma skúrir og núna er ansi dugleg skúr. Það mun samt stytta upp og það mun gerast fyrr en margan grunar.

Einnig virðist gleymast í umræðunni að það er ekki skúr hjá öllum Íslendingum. Margir standa brattir og hafa tök til þess að halda sínu lífi áfram. Það gengur mörgum vel. Það er eitthvað sem er alveg kristaltært og er með algjörum ólíkindum hvað umræðan um það er undir einhverjum ógnarþungum feld fjölmiðlana - eins mikið og við þurfum á svoleiðis fréttum núna.

Ég vil biðla til allra sem ég þekki og allra sem ég þekki ekki að reyna að halda haus. Við erum ennþá jafn mörg hérna í heiminum og við getum alveg gert sömu hluti í dag og við gerðum í gær eða fyrir 3 árum svo það er ekki neinn heimsendir í nánd. Einhverjir peningar munu tapast og einhverjir munu ekki búa við alveg sömu rosalega háu lífsgæði og hafa verið hér en hér mun fólk samt sem áður hafa það gott. Maður setur bara þann skiling í það og breytir sínum viðmiðum.

Það er líka mín einlæga trú að innan fárra ára mun Ísland og efnahagskerfið okkar, vera komið aftur í myljandi gang og bjartsýnin mun koma með mjólkinni eins og á þessu uppgangsskeið sem er að ljúka.

Stöndum saman og verum skynsöm í umræðunni.
mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband